Verð á hráolíu hækkaði í dag eftir að Evrópusambandið birti niðurstöðu álagsprófs sem það gerði á evrópskum bönkum nýverið.
Þykja prófin sýna að evrópskir bankar standa betur heldur en margan grunaði.
Í New York hækkaði verð á hráolíu um 1,55 dali tunnan og er 95,56 dalir tunnan.
Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 1 dal og er 117,26 dalir tunnan.