Heimsmarkaðsverð á olíu hefur heldur lækkað í verði í dag meðal annars vegna skuldavanda evru-ríkja og ótta fjárfesta um efnahag Bandaríkjanna og Kína, stærstu kaupenda olíu í heiminum.
Í New York hefur verð á hráolíu til afhendingar í ágúst lækkað um 13 sent og er 95,56 Bandaríkjadalir tunnan.
Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 43 sent og er 115,83 dalir tunnan.