Erfið vika framundan

Þrír fjármálaráðherrar ræða málin: Wolfgang Schaueble, Elena Salgado og Giulio …
Þrír fjármálaráðherrar ræða málin: Wolfgang Schaueble, Elena Salgado og Giulio Tremonti Reuters

„Það er tími til kom­inn að Evr­ópa vakni, seg­ir for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, Geor­ge Pap­andreou, í viðtali við gríska dag­blaðið Kat­hi­mer­ini í dag.

Aðild­ar­ríki mynt­banda­lags Evr­ópu þurfa að kom­ast að sam­komu­lagi um lausn skulda­vanda ríkja inn­an svæðis­ins til þess að koma í veg fyr­ir þrot gríska rík­is­ins. Að öðrum kosti er hætta á að önn­ur stærri ríki standi frammi fyr­ir svipuðum vanda og gríska ríkið.

Ekki tókst að ná sam­komu­lagi meðal fjár­málaráðherra evru-ríkj­anna í síðustu viku um nýj­an björg­un­ar­pakka fyr­ir Grikk­land. Í kjöl­farið lækkuðu hluta­bréfa­vísi­töl­ur í Evr­ópu og staða evr­unn­ar veikt­ist enn frek­ar.


For­seti Evr­ópu­sam­bands­ins, Herm­an Van Rompuy, seg­ir að ráðstefna leiðtoga ríkj­anna á fimmtu­dag muni snú­ast um að koma stöðug­leika á ný á evru-svæðinu og framtíð fjár­mögn­un­ar Grikk­lands.

ESB og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn samþykktu í maí í fyrra að björg­un­ar­pakka fyr­ir Grikk­lands sem er met­inn á 110 millj­arða evra. Á móti var grísk­um stjórn­völd­um gert að grípa til rót­tækra aðgerða til þess að draga úr op­in­ber­um út­gjöld­um. En þetta dugði ekki til og er nú verið að und­ir­búa ann­an björg­un­ar­pakka fyr­ir Grikki.

Eins hef­ur þurft að koma írska og portú­galska rík­inu til bjarg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK