Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hvetur til þess að stofnað verði evrópskt matsfyrirtæki sem mótvægi við þau matsfyrirtæki sem hafa lækkað lánshæfiseinkunnir nokkurra evrópskra ríkja að undanförnu.
Hún segir í viðtali við sjónvarpsstöðina ARD í dag að það sé mikilvægt fyrir Evrópu að slíkt matsfyrirtæki verði stofnað. Kínverjar hafi stofnað eigið matsfyrirtæki. Merkel telur þó ekki rétt að ríkin sjálf stofni slíkt fyrirtæki.