Evran veiktist gagnvart helstu gjaldmiðlum heims í Asíu í morgun. Er lækkunin rakin til fundar hjá Seðlabanka Evrópu síðar í vikunni þar sem rætt verður um annan björgunarpakka fyrir Grikki.
Evran var á 1,4077 Bandaríkjadali í viðskiptum í Tókýó í dag en var 1,4156 dalir á föstudagskvöldið í viðskiptum í New York.
Hver evra var seld á 111,25 jen í Tókýó í morgun en var 112,02 jen á föstudagskvöldið. Bandaríkjadalur lækkaði einnig gagnvart jeni og var skráður 79,03 jen í stað 79,12 jen á föstudag.