Heimsmarkaðsverð á gulli hefur aldrei verið jafn hátt og nú en únsan af gulli fór yfir 1.600 Bandaríkjadali í morgun.
Margir fjárfestar hafa flúið á náðir gullsins vegna efnahagsástandsins í Evrópu og Bandaríkjunum.
Á gullmarkaði í Lundúnum í dag fór únsan í 1.600,10 dali og er það í fyrsta skipti sem únsan fer yfir 1600 dali.