Óbreytt einkunn Íslands

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Reuters

Alþjóðlega lánsfyrirtækið Moody's segir í árlegri skýrslu um Ísland, að lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins, Baa3, endurspegli hóflegan efnahagslegan styrkleika landsins og sterka stöðu stofnana landsins.

Moody's breytir ekki lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins og horfur eru áfram neikvæðar. Segir fyrirtækið, að það endurspegli einkum þau erfiðu verkefni, sem stjórnvöld glími við í ríkisfjármálum og einnig að efnahagur landsins sé næmur fyrir ytri áföllum.

Í skýrslunni segir Moody's, að Ísland hafi náð verulegum árangri í því, að koma efnahag, peningakerfi og ríkisfjármálum í viðunandi horf og nú mælist hagvöxtur á ný. Verg landsframleiðsla á mann sé ein sú mesta í heimi þrátt fyrir það verulega eignatjón, sem varð í banka- og gjaldmiðlakreppunni.

Segist Moody's búast við að efnahagsbati Íslands verði hóflegur og byggist einkum á útflutningi og fjárfestingu. Ýmsir óvissuþættir séu þó enn fyrir hendi, einkum þó óvissa um fjárfestingu vegna þess hve hægt hafi gengið að endurskipuleggja skuldir fyrirtækja og gjaldeyrishaftanna. 

Þá segir Moody's, að Icesave-deilan sé ekki eins mikil ógn við ríkisfjármálin og áður var talið þótt hún sé óleyst enn. Þá sé staða ríkisfjármála að batna og dregið hafi úr  halla á rekstri ríkissjóðs á árunum 2010 í samræmi við áætlanir og hægt sé að ná markmiðum fyrir árið 2011. 

Skýrsla Moody's um Ísland

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK