Óbreytt einkunn Íslands

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Reuters

Alþjóðlega láns­fyr­ir­tækið Moo­dy's seg­ir í ár­legri skýrslu um Ísland, að láns­hæfis­ein­kunn ís­lenska rík­is­ins, Baa3, end­ur­spegli hóf­leg­an efna­hags­leg­an styrk­leika lands­ins og sterka stöðu stofn­ana lands­ins.

Moo­dy's breyt­ir ekki láns­hæfis­ein­kunn ís­lenska rík­is­ins og horf­ur eru áfram nei­kvæðar. Seg­ir fyr­ir­tækið, að það end­ur­spegli einkum þau erfiðu verk­efni, sem stjórn­völd glími við í rík­is­fjár­mál­um og einnig að efna­hag­ur lands­ins sé næm­ur fyr­ir ytri áföll­um.

Í skýrsl­unni seg­ir Moo­dy's, að Ísland hafi náð veru­leg­um ár­angri í því, að koma efna­hag, pen­inga­kerfi og rík­is­fjár­mál­um í viðun­andi horf og nú mæl­ist hag­vöxt­ur á ný. Verg lands­fram­leiðsla á mann sé ein sú mesta í heimi þrátt fyr­ir það veru­lega eigna­tjón, sem varð í banka- og gjald­miðlakrepp­unni.

Seg­ist Moo­dy's bú­ast við að efna­hags­bati Íslands verði hóf­leg­ur og bygg­ist einkum á út­flutn­ingi og fjár­fest­ingu. Ýmsir óvissuþætt­ir séu þó enn fyr­ir hendi, einkum þó óvissa um fjár­fest­ingu vegna þess hve hægt hafi gengið að end­ur­skipu­leggja skuld­ir fyr­ir­tækja og gjald­eyr­is­haft­anna. 

Þá seg­ir Moo­dy's, að Ices­a­ve-deil­an sé ekki eins mik­il ógn við rík­is­fjár­mál­in og áður var talið þótt hún sé óleyst enn. Þá sé staða rík­is­fjár­mála að batna og dregið hafi úr  halla á rekstri rík­is­sjóðs á ár­un­um 2010 í sam­ræmi við áætlan­ir og hægt sé að ná mark­miðum fyr­ir árið 2011. 

Skýrsla Moo­dy's um Ísland

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK