Verð á dagvöru hækkar

Velta í dagvöruverslun jókst um 3,3% á föstu verðlagi í júní miðað við sama mánuð í fyrra en um 2,2% þegar leiðrétt hefur verið vegna árstíðabundninna þátta. Verð á dagvöru hefur hækkað um 3,3% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Þetta kemur fram í greinargerð Rannsóknarseturs verslunarinnar með útreikningi smásöluvísitölunnar, sem stofnunin reiknar út mánaðarlega.

Stofnunin segir, að verðhækkun á dagvöru í júní hafi verið mun meiri en fyrstu fimm mánuði ársins. Ætla megi, að skýringa sé fyrst og fremst að leita í hækkandi heimsmarkaðsverði á innfluttum matvælum.

Sala áfengis jókst um 1,2% í júní miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi en leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í júní 1,4% frá sama mánuði í fyrra. Áfengissala hefur smám saman dregist  saman allt frá hruni efnahagslífsins í lok 2008.  Verð á áfengi var 1,8% hærra í júní síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.
 
Fataverslun dróst saman um 6,5% í júní miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum dróst velta fataverslunar í júní saman um 6,4% frá sama mánuði árið áður. Verð á fötum var 0,6% lægra en í sama mánuði fyrir ári. 
 
Velta skóverslunar jókst um 4,7% í júní á föstu verðlagi. Verð á skóm lækkaði um 0,3% frá júní í fyrra.
 
Velta húsgagnaverslana jókst um 6,2% í júní frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á húsgögnum var 5,3% hærra í júní síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Velta sérverslana með rúm dróst saman í júní um 5,6% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Velta í sölu skrifstofuhúsgagna var 14,5% meiri í júní síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi.
 
Sala á raftækjum í júní jókst um 8,5% á föstu verðlagi og dróst saman um 0,7% á breytilegu verðlagi. Verð á raftækjum var 8,5% lægra en í júní 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK