Bankastjórar á evrufundi

Angela Merkel tók á móti Nicolas Sarkozy í Berlín í …
Angela Merkel tók á móti Nicolas Sarkozy í Berlín í gærkvöldi. Reuters

For­stjór­ar helstu bank­anna á evru­svæðinu munu sitja leiðtoga­fund Evr­ópu­sam­bands­ins í Brus­sel í dag þar sem ná á sam­komu­lagi um áætl­un til að bjarga Grikklandi út úr skulda­vanda, sem landið og evru­svæðið glímavið.

Þýska blaðið Bild seg­ir, að Jos­ef Ackermann, for­stjóri Deutsche Bank, stærsta banka Þýska­lands, muni meðal ann­ars sitja fund­inn. 

Bú­ist er við að banka­stjór­arn­ir styðji að bank­ar komi að björg­un­ar­áætl­un­inni þegar búið sé að ná sam­komu­lagi um hinn póli­tíska þátt máls­ins. 

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Nicolas Sar­kozy, for­seti Þýska­lands, náðu í gær­kvöldi sam­komu­lagi um sam­eg­in­lega af­stöðu ríkj­anna tveggja. Ekki hef­ur verið gefið upp hver sú afstaða er.  

Jean-Clau­de Trichet, seðlabanka­stjóri Evr­ópu, sat fund­inn með Merkel og Sar­kozy.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK