Fitch: Grikkland í skilyrtu greiðsluþroti

Reuters

Þátttaka einkabanka í nýrri björgunaráætlun fyrir Grikkland felur í sér að um skilyrt greiðsluþrot landsins sé að ræða að mati matsfyrirtækisins Fitch. Fyrirtækið tilkynnti um þetta í dag.

Leiðtogar evruríkjanna komust að samkomulagi í gær um nýjar björgunaraðgerðir til handa Grikkjum vegna mikilla efnahagserfiðleika þeirra. Fela þær meðal annars í sér að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti Grikklandi aðgang að 109 milljarða evra lánsfé og einkabankar taki þátt í aðgerðunum með 50 milljarða evra framlagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK