Helsta hlutabréfavísitala Ítalíu hefur hækkað um rúm 2% það sem af er degi og er það rakið til samkomulags evruleiðtoganna um að bjarga Grikkjum fyrir horn í annað skiptið á rúmu ári.
FTSE Mibc vísitalan hefur hækkað um 2,01% og eru það hlutabréf bankanna sem leiða hækkunina. Montei dei Paschi di Siena hefur hækkað um 6,07%, Intesa Sanpaolo um 4,71% og UniCredit 3,91%.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði að nú væri kominn tími til að evru-ríkin standi saman og hætti að hugsa um eigin hagsmuni. Ekki megi hætta á að evru-svæðið fari í þrot.
Í Lundúnum hækkaði FTSE vísitalan um 0,49%, DAX hækkaði um 0,25% í Frankfurt og CAC hækkaði um 0,95% í París.