Kátt í ítölsku kauphöllinni

Kauphöllin í Milanó
Kauphöllin í Milanó Reuters

Helsta hluta­bréfa­vísi­tala Ítal­íu hef­ur hækkað um rúm 2% það sem af er degi og er það rakið til sam­komu­lags evru­leiðtog­anna um að bjarga Grikkj­um fyr­ir horn í annað skiptið á rúmu ári.

FTSE Mibc vísi­tal­an hef­ur hækkað um 2,01% og eru það hluta­bréf bank­anna sem leiða hækk­un­ina. Montei dei Paschi di Siena hef­ur hækkað um 6,07%, In­tesa San­pa­olo um 4,71% og UniCred­it 3,91%.

Sil­vio Berlusconi, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, sagði að nú væri kom­inn tími til að evru-rík­in standi sam­an og hætti að hugsa um eig­in hags­muni. Ekki megi hætta á að evru-svæðið fari í þrot.

Í Lund­ún­um hækkaði FTSE vísi­tal­an um 0,49%, DAX hækkaði um 0,25% í Frankfurt og CAC hækkaði um 0,95% í Par­ís.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka