Kaupmáttur eykst

Launavísitalan hækkaði um 3,9% í júní frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,1%.

Vísitala kaupmáttar launa í júní 2011 er 109,5 stig og hækkaði um 3,4% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,7%, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands.

Í launavísitölu júnímánaðar gætir áhrifa hækkana sem kveðið var á um í nýgerðum kjarasamningum á íslenskum vinnumarkaði.

Í kjarasamningum milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru 5. maí 2011 er kveðið á um almenna hækkun launataxta um 4,25% þann 1. júní. Auk þess er kveðið á um sérstakt 10.000 króna álag á orlofsuppbót til útborgunar í júní 2011.

Í kjarasamningum fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, við stærstu stéttarfélög opinberra starfsmanna sem undirritaðir voru í lok maí og byrjun júní er kveðið á um almenna hækkun launataxta um 4,25% þann 1. júní. Auk þess er kveðið á um sérstakt 10.000 króna álag á orlofsuppbót og sérstaka 50.000 króna eingreiðslu til útborgunar í júní 2011.

Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við stærstu stéttarfélög opinberra starfsmanna sem undirritaðir voru í lok maí og byrjun júní er kveðið á um almenna hækkun launataxta um 4,25% þann 1. júní. Auk þess er kveðið á um sérstaka 50.000 kóna eingreiðslu til útborgunar í júní 2011.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK