Enn lækkar lánshæfiseinkunn Grikklands

Gríska þinghúsið í Aþenu.
Gríska þinghúsið í Aþenu. Reuters

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's tilkynnti í morgun, að það hefði neyðst til að lækka lánshæfiseinkunn gríska ríkisins um þrjú stig, úr Caa1 í Ca. Er einkunnin nú einu stigi yfir þeirri einkun, sem ríki fá geti þau ekki staðið við skuldbindingar sínar.

Moody's segir, að þær tillögur, sem nú liggi fyrir frá Evrópusambandinu og stórum fjármálastofnunum um skuldameðferð Grikklands feli í sér, að kröfurhafar tapi umtalsverðum fjármunum á ríkisskuldabréfum landsins.

Veruleg óvissa ríki um hvert markaðsverðmæti þeirra skuldabréfa, sem kröfuhafar fái í skiptum fyrir núverandi bréf. Segist Moody's munu endurskoða einkunnina þegar skuldabréfaskiptunum lýkur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK