Verð á hráolíu hefur lækkað í dag vegna ótta fjárfesta við stöðu mála í Bandaríkjunum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, reynir nú að ná samkomulagi á Bandaríkjaþingi varðandi skuldaþak ríkissjóðs.
Verð á hráolíu lækkaði um 1,04 Bandaríkjadali og er 98,83 dalir tunnan á markaði í New York.
Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 78 sent og er 117,89 dalir tunnan. Um er að ræða hráolíu til afhendingar í september.