Verðbólgan mælist 5%

Sumarútsölur hafa áhrif á verðbólguna í júlí
Sumarútsölur hafa áhrif á verðbólguna í júlí mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 0,11% í júlí frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 5,0% og vísi­tal­an án hús­næðis um 4,7%.  Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 1,6% sem jafn­gild­ir 6,3% verðbólgu á ári (4,2% verðbólgu fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis).

Hef­ur ár­sverðbólg­an ekki mælst jafn mik­il síðan í júní í fyrra en hún var 5,7%.

Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis er 359,9 stig og lækkaði um 0,22% frá júní, sam­kvæmt frétt Hag­stofu Íslands.

Sumar­út­söl­ur hafa áhrif

Sumar­út­söl­ur eru víða í gangi og lækkaði verð á föt­um og skóm um 9,4% (vísi­tölu­áhrif -0,56%).

Kostnaður vegna eig­in hús­næðis jókst um 1,2% (0,15%). Þar af voru 0,17% áhrif vegna hækk­un­ar markaðsverðs en -0,02% vegna lækk­un­ar raun­vaxta. Verð á mat og drykkjar­vöru hækkaði um 0,7% (0,10%).

Bú­vör­ur og græn­meti hafa hækkað um 8,3% á einu ári

Á tólf mánaða tíma­bili hafa inn­lend­ar vör­ur og græn­meti hækkað um 6,1% sam­kvæmt frétt Hag­stof­unn­ar. Bú­vör­ur og græn­meti hafa hækkað um 8,3% en inn­lend­ar vör­ur án bú­vöru um 4,5%. Inn­flutt­ar vör­ur hafa hækkað um 4,2%.

Vísi­tala neyslu­verðs sam­kvæmt út­reikn­ingi í júlí 2011, sem er 379,9 stig, gild­ir til verðtrygg­ing­ar í sept­em­ber 2011. Vísi­tala fyr­ir eldri fjár­skuld­bind­ing­ar, sem breyt­ast eft­ir láns­kjara­vísi­tölu, er 7.501 stig fyr­ir sept­em­ber 2011.

Grein­ing Íslands­banka hafði spáð því að vísi­tala neyslu­verðs héld­ist óbreytt milli mánaða og Grein­ing­ar­deild Ari­on banka hafði spáð því að hún myndi lækka um 0,2% á milli mánaða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK