Bandarískir bankar eiga mikið undir evrusvæðinu

Reuters

Banda­rísk­ir bank­ar og pen­inga­markaðssjóðir hafa mikla óbeina hags­muni tengda efna­hagserfiðleik­un­um í Evr­ópu­sam­band­inu sam­kvæmt því sem seg­ir í skýrslu á veg­um stjórn­valda í Banda­ríkj­un­um sem gef­in var út í dag.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að bank­ar í Banda­ríkj­un­um hafi ekki mikla beina hags­muni í því sam­bandi þar sem þeir eigi lítið af skulda­bréf­um evru­ríkja sem átt hafi í erfiðleik­um eins og Grikk­lands, Portú­gals og Írlands.

Hins veg­ar hafi þeir mik­illa hags­muna að gæta gagn­vart stór­um evr­ópsk­um fjár­mála­stofn­un­um sem aft­ur eigi mikið af skulda­bréf­um gefn­um út af þess­um ríkj­um. Einkum er þar um að ræða stóra banka í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK