Hagnaður ítalska bílaframleiðandans Fiat nam 1,237 milljörðum evra, 206 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Fiat var rekið með tapi á sama tímabili í fyrra. Hefur fyrirtækið hækkað afkomuspá sína fyrir árið í heild í kjölfar yfirtöku á bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler.
Samkvæmt nýrri afkomuspá er gert ráð fyrir að hagnaður Fiat nemi 1,7 milljörðum evra en Chrysler kom inn í bókhald Fiat í júní. Fyrri spá félagsins hljóðaði upp á að hagnaður ársins næmi 300 milljónum evra.