Átök bandarískra stjórnmálamanna um leiðir til að lyfta skuldaþakinu og seinagangur í þeim efnum olli því að gengi dollarans lækkaði gagnvart evru. Verðbréfamarkaði um víðan heim hafa sýnt lítil viðbrögð en í Bandaríkjunum lækkuðu vísitölur verðbréfa þriðja daginn í röð.
Í kvöld klukkan 22.00 að íslenskum tíma hafði dollarinn lækkað um nærri eitt prósent gagnvart evru. Hver evra kostaði þá 1,4516 dollara en kostaði 1,4375 dollara í gær.