Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að staðan í efnahagslífinu, einkum með tilliti til verðbólgu, kallaði ekki á skyndiákvarðanir af hálfu bankans.
Sagði Már að ákvörðun um stýrivexti yrði tekin í ágúst og að meiri líkur en minni væru á því að vextir yrðu þá hækkaðir.