Of flókið stjórnkerfi tefur framkvæmdir

Kristján segir mörg störf skapast við auknar framkvæmdir.
Kristján segir mörg störf skapast við auknar framkvæmdir. mbl.is/Helgi Bjarnason

Sú staðreynd að karlmönnum í vinnu hafi fækkað um 1.200 milli ára er mjög alvarleg að mati Kristjáns Möller, alþingismanns Samfylkingarinnar og fyrrverandi samgönguráðherra.

„Til að vinna okkur upp úr þeirri kreppu sem við eigum nú í höggi við þurfum við á hagvexti að halda, ekki skattahækkunum eða frekari niðurskurði í opinberum útgjöldum. Á krepputímum á ríkið að stíga fram og auka framkvæmdir, rétt eins og það á að halda að sér höndum í þeim efnum þegar uppgangur er,“ segir Kristján í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að opinberar framkvæmdir hafi verið mikilvægur þáttur í stöðugleikasáttmálanum, sem gerður var árið 2009, en efndir hafi ekki orðið í samræmi við hann.

„Fyrir því eru margar ástæður og er hluta þeirra að finna hjá ríkisvaldinu. Sumir hlutir taka allt of langan tíma í flóknu stjórnkerfi og má sem dæmi nefna kröfur um umhverfismat og álit frá Umhverfisstofnun. Þessir hlutir eru vissulega nauðsynlegir, en stundum má gefa hlutum forgang, ekki síst á tímum sem þessum.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK