Ríkið semur um eldsneytiskaup

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Nýr rammasamningur ríkisins um kaup á eldsneyti fyrir ökutæki og vélar hefur verið gerður. Samið var við fjóra aðila.

Að undangengnu útboði í umsjá Ríkiskaupa var samið var við fjóra aðila þ.e. Atlantsolíu, N1, Olíuverslun Íslands og Skeljung. Einnig var samið um afsláttarkjör á smurolíu við N1, Olís og Skeljung. Veltan í undangengnum samningum hefur verið um og yfir milljarð á tveggja ára tímabili.

Boðinn er fastur afsláttur í krónum frá eldsneytisverði seljenda á hverjum tíma miðað við það verð sem er í gildi á hverri afgreiðslustöð fyrir sig óháð því hvort um er að ræða sjálfsafgreiðslu eða fulla þjónustu.

Þjónustuaðilar bjóða sama verð um allt land nema Olís. Olís býður einnig afslátt af bensínverði hjá ÓB stöðvunum til að tryggja kaupendum sama útsöluverð á ÓB afgreiðslustöðvum.

Þetta er í fjórða sinn sem Ríkiskaup bjóða út eldsneytiskaup ríkisins en sá háttur hefur verið viðhafður frá árinu 2003, segir í tilkynningu frá Ríkiskaupum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka