Apple með meira handbært fé en Bandaríkin

Apple-merkið.
Apple-merkið. MIKE SEGAR

Tölvufyrirtækið Apple á meira handbært lausafé en bandaríski ríkissjóðurinn. Samkvæmt nýjustu tölum frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur ríkissjóður yfir 73,7 milljörðum dala að ráða en samkvæmt síðasta birta reikningi Apple á það 76,4 milljarða.

Þessa stundina er hart deilt í Bandaríkjaþingi um frumvarp til að hækka skuldaþak ríkisins svo það geti fengið meira fé lánað til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá þessu.

Á sama tíma rakar Apple inn peningum. Frá apríl til júníloka var hagnaður Apple 125% meiri en allt síðasta ár eða 7,3 milljarðar dala. Bíður markaðurinn í ofvæni eftir að sjá hvað forráðamenn Apple hyggjast gera við hagnaðinn en orðrómar eru á kreiki um að það verði notað til að festa kaup á öðrum fyrirtækjum. Hefur netkvikmyndaleigan Netflix og bókaverslanirnar Barnes and Noble verið nefndar í þessu samhengi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK