Apple með meira handbært fé en Bandaríkin

Apple-merkið.
Apple-merkið. MIKE SEGAR

Tölvu­fyr­ir­tækið Apple á meira hand­bært lausa­fé en banda­ríski rík­is­sjóður­inn. Sam­kvæmt nýj­ustu töl­um frá banda­ríska fjár­málaráðuneyt­inu hef­ur rík­is­sjóður yfir 73,7 millj­örðum dala að ráða en sam­kvæmt síðasta birta reikn­ingi Apple á það 76,4 millj­arða.

Þessa stund­ina er hart deilt í Banda­ríkjaþingi um frum­varp til að hækka skuldaþak rík­is­ins svo það geti fengið meira fé lánað til að geta staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar. Breska rík­is­út­varpið BBC seg­ir frá þessu.

Á sama tíma rak­ar Apple inn pen­ing­um. Frá apríl til júníloka var hagnaður Apple 125% meiri en allt síðasta ár eða 7,3 millj­arðar dala. Bíður markaður­inn í of­væni eft­ir að sjá hvað for­ráðamenn Apple hyggj­ast gera við hagnaðinn en orðróm­ar eru á kreiki um að það verði notað til að festa kaup á öðrum fyr­ir­tækj­um. Hef­ur net­kvik­mynda­leig­an Net­flix og bóka­versl­an­irn­ar Barnes and Noble verið nefnd­ar í þessu sam­hengi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka