Þýska matvörukeðjan Metro, sem er þriðja stærsta smásölukeðja heims, hefur lækkað spá sína um sölu ársins.
Ástæðan fyrir afkomuviðvörunni er versnandi efnahagsástand í Evrópu. Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir að vöxturinn verði enginn í ár hið minnsta en 4% hið mesta.
Hlutabréf Metro lækkuðu um 1,14% í kauphöllinni í Frankfurt í morgun.