Verð á olíu lækkar

Verð á hrá­ol­íu lækkaði á heims­markaði í dag en fjár­fest­um líst ekk­ert á stöðu mála í Banda­ríkj­un­um þar sem hag­vöxt­ur er ekki sam­kvæmt vænt­ing­um og enn rík­ir full­kom­in óvissa um hvort þing­menn nái sam­komu­lagi um að hækka svo­nefnt skuldaþak banda­ríska rík­is­ins.

Nýj­ar hag­töl­ur í dag sýndu, að banda­ríska hag­kerfið óx um 1,3% á öðrum fjórðungi árs­ins en lands­fram­leiðslan var nán­ast óbreytt á fyrsta fjórðungi miðað við fjórðung­inn á und­an. 

Þá rík­ir óvissa um hvort Banda­ríkjaþingi tekst að ná sam­komu­lagi um að hækka skuldaþak rík­is­ins fyr­ir 2. ág­úst en tak­ist það ekki blas­ir greiðslu­fall við banda­ríska rík­inu.  

Verð á hrá­ol­íu­tunnu lækkaði  um 1,74 dali á markaði í New York og er 95,70 dal­ir. Brent Norður­sjávar­ol­ía, lækkaði um 62 sent á markaði í Lund­ún­um og var verðið 116,74 dal­ir.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK