Verðlækkun á fjármálamörkuðum

Úr kauphöllinni í Frankfurt í dag.
Úr kauphöllinni í Frankfurt í dag. Reuters

Skyndileg verðlækkun varð á fjármálamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í dag þegar hagtölur birtust í Bandaríkjunum sem sýndu, að framleiðsla þar jókst nánast ekkert í júlí.

Einnig hafa vaknað efasemdir um samkomulag, sem náðist á bandaríska þinginu í gær um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins.

Hlutabréf hækkuðu í verði í Asíu í nótt og í Evrópu í morgun vegna frétta af samkomulaginu. En þegar tölur um framleiðslu í Bandaríkjunum birtust um hádegisbil urðu mikil umskipti. 

Vangaveltur um að lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna verði lækkuð þótt tekist hafi að forða greiðslufalli, juku enn á óvissuna á fjármálamörkuðum.  

Breska FTSE 100 hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,7% í dag, DAX vísitalan í Frankfurt lækkaði um 2,86% og CAC vísitalan í París um 2,27%. Vísitalan í kauphöllinni í Mílanó lækkaði um 3,87%, kauphallarvísitalan í Madrid lækkaði um 3,24% og svipaðar tölur sáust víðar í Evrópu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK