Hækkun ársins þurrkast út

Frá kauphöllinni í Frankfurt í dag - fjárfestar virðast forða …
Frá kauphöllinni í Frankfurt í dag - fjárfestar virðast forða sér á hlaupum úr kauphöllum þessa dagana Reuters

Hækkun ársins á bandarískum hlutabréfamörkuðum hefur nánast þurrkast út undanfarna daga en hlutabréfavísitölur hafa lækkað vestanhafs átta síðustu viðskiptadaga. Er það lengsta lækkunartímabil frá því í október 2008 á Wall Street.

Bæði Nasdaq og S&P 500 vísitölurnar eru nú lægri heldur en þær voru í upphafi árs og Dow Jones vísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan marsmánuð.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 265,87 stig í dag eða 2,19% og er lokagildi hennar 11.866,77 stig.

S&P 500 lækkaði um 2,56% og er 1.254,05 stig á meðan Nasdaq lækkaði um 2,75% og er 2.669,24 stig.

Svo virðist sem lagafrumvarp það sem var samþykkt á Bandaríkjaþingi í dag hafi vakið litla hrifningu hjá fjárfestum og skipti þar engu að þar með lauk langri deilu milli Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins um hækkun skuldaþaks ríkissjóðs Bandaríkjanna. 

Það virtist hafa meiri áhrif á fjárfesta að það dró úr einkaneyslu í Bandaríkjunum í júní og er það í fyrsta skipti sem dregur úr einkaneyslu þar í landi í tæp tvö ár.

Í Evrópu lækkaði FTSE vísitalan í kauphöllinni í Lundúnum um 0,97%. Í Franfurt lækkaði DAX vísitalan um 2,26% og í París lækkaði CAC vísitalan um 1,82%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK