Miklar hræringar hafa verið á hlutabréfamörkuðum í morgun líkt og í gær. Fjárfestar virðast óttast að efnahagsástandið í heiminum eigi eftir að versna þrátt fyrir samkomulag á Bandaríkjaþingi um að hækka skuldaþak ríkissjóðs. Gullverð hefur aldrei verið jafn hátt og nú.
Á gjaldeyrismarkaði hefur evran hækkað gagnvart Bandaríkjadal og á gullmarkaði var únsan af gulli seld á 1.672,95 dali sem er hæsta verð sem fengist hefur fyrir gull í sögulegu samhengi.