Ræddu skuldavandann

Reuters

Fjármálaráðherra Ítalíu, Giulio Tremonti og Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Ítalíu, sem fer með efnahagsmál innan evru-ríkjanna, ræddu skuldavanda evru-ríkjanna á tæplega tveggja tíma fundi í morgun. 

Að sögn Juncker fóru þeir yfir þann vanda sem blasir við á evru-svæðinu almennt.

Álag á skuldabréf ítalska og spænska ríkisins hefur hækkað mikið undanfarna tvo daga og óttast ýmsir að ríkin geti neyðst til þess að leita á náðir Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins líkt og Grikkland, Portúgal og Írland.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK