Fjármálaráðherra Ítalíu, Giulio Tremonti og Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Ítalíu, sem fer með efnahagsmál innan evru-ríkjanna, ræddu skuldavanda evru-ríkjanna á tæplega tveggja tíma fundi í morgun.
Að sögn Juncker fóru þeir yfir þann vanda sem blasir við á evru-svæðinu almennt.
Álag á skuldabréf ítalska og spænska ríkisins hefur hækkað mikið undanfarna tvo daga og óttast ýmsir að ríkin geti neyðst til þess að leita á náðir Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins líkt og Grikkland, Portúgal og Írland.