Svo virðist sem skelfing ríki á hlutabréfamörkuðum víða um heim nú síðdegis þar sem allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum hafa lækkað um 2-3,6%.
Í Bandaríkjunum hefur Dow Jones vísitalan lækkað um 2,12% en viðskipti hófust þar um hádegisbilið á íslenskum tíma og Nasdaq hefur lækkað um 2,72%.
Í Evrópu er staðan enn verri en í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 3,6%, FTSE í Lundúnum um 3,08% og CAC í París um 2,47%.
Í Madríd hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 3,20% og í Mílanó um rúm 3%. Í Sviss nemur lækkunin 3,58%.
Svo virðist sem lækkunina megi aðallega rekja til þess að bankastjóra Seðlabanka Evrópu mistókst að sannfæra fjárfesta um að ástandið evru-svæðinu sé viðunandi.