Hættir sem forstjóri Bankasýslunnar

Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins. mbl.is/Árni Sæberg

Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins hefur sagt starfi sínu lausu og verður staðan auglýst laus til umsóknar um næstu helgi.

Bankasýsla ríkisins er stofnun sem heyrir undir fjármálaráðherra og fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Stofnunin tók til starfa í ársbyrjun 2010 og hefur Elín gegnt starfi forstjóra frá upphafi.

„Þessi fyrstu ár í starfi stofnunarinnar hafa verið viðburðarrík. Framundan eru stór og aðkallandi verkefni. Ber þar hæst að leggja þarf drög að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum að hluta eða öllu leyti. Ég hef ákveðið að skipta um starfsvettvang á næstunni og tel tímasetninguna rétta nú þannig að nýjum forstjóra verði gefið færi á að móta það ferli,“ segir Elín Jónsdóttir í tilkynningu.

„Elín hefur sem forstjóri Bankasýslu ríkisins byggt upp nýja, mikilvæga stofnun og unnið markvisst að endurreisn íslenska fjármálakerfisins undir erfiðum kringumstæðum. Ég þakka henni mjög gott samstarf um leið og ég harma brotthvarf hennar,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK