Hagnaður Rio Tinto, sem meðal annars á og rekur álverið í Straumsvík, jókst um 35% á fyrri hluta rekstrarársins. Nam hagnaðurinn 7,8 milljörðum Bandaríkjadala, 900 milljörðum króna. Skýrist aukinn hagnaður einkum af mikilli eftirspurn frá Asíu.
Rekstrarhagnaður Rio Tinto nam 14,3 milljörðum dala, sem er 27% meira heldur en á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Er þetta heldur minna en sérfræðingar höfðu spáð.