Hamfarir á hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfavísitölur héldu áfram að lækka í Bandaríkjunum í dag, og líklegt að miðlarar hafi verið fegnir þegar lokunarbjallan hringdi. Þá hafði S&P 500-vísitalan lækkaði um 4,8%, og hefur nú lækkað um 11% frá því 22. júlí. Það er hraðasta lækkun vísitölunnar frá því snemma árs 2009.

Dow Jones-vísitalan lækkaði sömuleiðis mikið í dag, um 4,3%. Nasdaq lækkaði um 5,08%.

S&P 500-vísitalan var í lok viðskipta í dag tæplega hálfu prósenti lægri en hún var fyrir réttum 10 árum.

Margir þættir hafa áhrif á þróunina nú, en dapurlega efnahagshofur í Bandaríkjunum og hálfgert upplausnarástand á evrusvæðinu vega þar þungt. Fjárfestar forða sér af hlutabréfamörkuðum, eins og þróun síðustu daga ber með sér, og sækja í ríkisskuldabréf. Ávöxtunarkrafan á bandarískum ríkisskuldabréfa til tveggja ára náði metlægðum í dag.

Allar helstu hlutabréfavísitölur Evrópu lækkuðu verulega í dag. FTSE 100 lækkaði um 3,43%, Daxx um 3,4% og Ibex 35 um 3,89%.

Vísitölur í Suður-Ameríku lækkuðu sömuleiðis, en Bovespa-vísitalan í kauphöllinni í Brasilíu lækkaði um 5,72%.

Segja má að eini ljósi punktur dagsins hafi verið Nikkei-vísitalan í Tókíó. Hún hækkaði um 0,22%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK