SpKef rekinn án starfsleyfis

SpKef.
SpKef.

Ekki verður betur séð en að SpKef sparisjóður hafi, eftir inngrip Fjármálaeftirlitsins í apríl 2010, í raun aldrei fengið starfsleyfi sem sparisjóður og þar af leiðandi aldrei verið lögum samkvæmt með starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki. Er þetta meðal niðurstaðna sem koma fram í grein Árnýjar J. Guðmundsdóttur, lögfræðings, í Viðskiptablaðinu í dag.

Þar segir hún að eftir að FME tók Sparisjóð Keflavíkur yfir hafi nýtt fyrirtæki, SpKef sparisjóður, tekið við eignum og skuldum hans. Til að stofna þennan nýja sparisjóð beitti ríkið fyrir sig neyðarlögunum, en Árný segir að þar sé aðeins heimild til að stofna fjármálafyrirtæki með hlutafélagaformi, en ekki sparisjóð. Þar sem ekki hafi verið heimild í neyðarlögunum að stofna nýjan sparisjóð og veita honum sjálfkrafa starfsleyfi hefði SpKef þurft að fá starfsleyfi hjá FME á hefðbundinn hátt. Engar vísbendingar séu hins vegar um að það hafi verið gert.

Fjárframlögin heimildarlaus

Í greininni í Viðskiptablaðinu segir Árný að þetta þýði að SpKef sparisjóður hafi því fengið að starfa án starfsleyfis í 10 mánuði, eða frá því að FME greip inn í og þar til sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum.

Afleiðingarnar geti verið nokkrar. Í fyrsta lagi sé refsivert að stunda starfsleyfisskylda starfsemi eins og móttöku innlána án starfsleyfis. Þá megi draga í efa að ríkið hafi haft heimild til að leggja SpKef til þá fjármuni sem ríkið notaði til að stofna sparisjóðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK