Markaðir í frjálsu falli

Fyrir utan kauphöllina í Mílanó
Fyrir utan kauphöllina í Mílanó Reuters

Ekkert lát er á lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Þegar viðskipti hófust í evrópskum kauphöllum klukkan sjö í morgun lækkuðu allar helstu hlutabréfavísitölur hressilega. Í Asíu lækkuðu hlutabréfamarkaðir einnig mjög mikið. Má þar nefna að Nikkei hlutabréfavísitalan lækkaði um 3,72%.

Í Mílanó hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 3,5%, Madríd 2,4, París um 3,07% og í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 2,51%. Í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 3,5% en fastlega má búast við því að heldur dragi úr lækkunum þegar líður á morguninn. 

Í Rússlandi hafa báðar helstu hlutabréfavísitölurnar lækkað mikið í morgun.  MICEX hefur lækkað um 3,09% og á RTS markaðnum nemur lækkunin 3,86%.

Við upphaf viðskipta hefur álag á ríkisskuldabréf Spánar og Ítalíu haldist áfram hátt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK