Fimm ár af sársauka

Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn
Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn Brynjar Gauti

Dan­ir, ásamt Evr­ópu allri, standa frammi fyr­ir lang­vinnri efna­hagskreppu sem gæti varað í fimm ár áður en birta tek­ur til. Þetta er mat sér­fræðinga sem danska dag­blaðið Berl­ingske Tidende ræddi við í kjöl­far hruns­ins á hluta­bréfa­mörkuðum heims­ins.

Evr­ópu­bú­ar þurfa að búa sig und­ir lít­inn hag­vöxt, vax­andi at­vinnu­leysi, sára­litl­ar launa­hækk­an­ir og auk­inn þrýst­ing á vel­ferðarsam­fé­lagið.

„Evr­ópa er í gríðarlega erfiðri stöðu sem verður erfitt að kom­ast út úr,“ seg­ir Tor­ben And­er­sen, pró­fess­or við Há­skól­ann í Árós­um í sam­tali við Berl­ingske. „Lík­leg­ast er að við þurf­um að berj­ast við að draga úr skuld­um í lang­an tíma. Það er því ekki ósenni­legt að við mun­um ganga í gegn­um langt tíma­bil með lít­inn hag­vöxt.“

Það er í raun hinn sam­eig­in­legi gjald­miðill sem sem kem­ur í veg fyr­ir um­bæt­ur í mörg­um lönd­um Suður-Evr­ópu. Þetta er vanda­mál sem hef­ur orðið til á mörg­um árum og tek­ur fimm ár hið minnsta að leysa.

Þetta er mat Jeppe Christian­sen, for­stjóra Maj In­vest. „Vanda­mál­in í Suður-Evr­ópu eru mun stærri en flest­ir gera sér grein fyr­ir. Fleiri lönd eru í raun og veru gjaldþrota,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK