Vond tíðindi fyrir lífeyrissjóðina

Fjárfestar eru niðurlútir þessa dagana enda lækka hlutabréf núna mikið …
Fjárfestar eru niðurlútir þessa dagana enda lækka hlutabréf núna mikið í verði. Reuters

„Þetta eru ekki góð tíðindi fyr­ir ís­lensku líf­eyr­is­sjóðina frek­ar en aðra fjár­festa,“ seg­ir Þórey S. Þórðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, en hluta­bréfa­markaðir um all­an heim hafa verið að lækka vegna ótta fjár­festa við nýja niður­sveiflu í efna­hags­lífi heims­ins.

Um fjórðung­ur eigna ís­lensku líf­eyr­is­sjóðanna eru í er­lend­um eign­um, þ.e. verðbréf­um og hluta­bréf­um.  Sam­kvæmt töl­um Seðlabank­ans frá 1. júní áttu líf­eyr­is­sjóðirn­ir þá 497 millj­arða króna er­lend­is, en heild­ar­eign­ir sjóðanna eru rúm­lega 2000 millj­arðar.

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir gera upp í ís­lensk­um krón­um og því hef­ur gengi krón­unn­ar áhrif á hvernig eign­irn­ar eru skráðar í bók­haldi sjóðanna.

„Íslensku líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafa ekk­ert verið að fjár­festa er­lend­is frá hruni. Það eru gjald­eyr­is­höft og því er ekki hægt fyr­ir þá að fara með nýja fjár­fest­ingu út. Hins veg­ar er hægt að end­ur­fjárfesta úti. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafa verið að koma heim með eign­ir m.a. til þess að létta und­ir gjald­eyr­is­höft­un­um og von­andi þannig flýta því að hægt verði að af­nema þau. Það er að hefjast nýtt útboð og þá kem­ur í ljóst hvort líf­eyr­is­sjóðirn­ir halda áfram á þess­ari braut,“ sagði Þórey.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK