Hlutabréf hafa ekki lækkað mikið í verði í Evrópu líkt og spáð hafði verið um helgina en viðskipti hófust í kauphöllum álfunnar klukkan sjö í morgun. Á Spáni hafa hlutabréf hækkað í verði og nemur hækkunin 1,25% á meðan ítölsk hlutabréf hafa hækkað um 3%.
Í Lundúnum nemur lækkun FTSE vísitölunnar 1,15% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 1,05%