Mikil lækkun á Wall Street

Miðlarar í kauphöllinni í New York í dag
Miðlarar í kauphöllinni í New York í dag Reuters

Bandaríska hlutabréfavísitölur fylgdu þeim evrópsku eftir í mikilli lækkun í dag. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,63% eða 520 stig. Lokagildi vísitölunnar er 10.719,50 stig. S&P 500 lækkaði um 4,42% og Nasdaq lækkaði um 4,09%. 

Í Evrópu lækkaði Euro Stoxx 50 vísitalan um 6,12%, FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 3,05%, í París lækkaði CAC vísitalan um 5,45% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 5,13%.

Á Spáni lækkaði Ibex vísitalan um 5,49% og á Ítalíu lækkaði FTSE Mib vísitalan um 6,65%.

Víða voru það hlutabréf banka sem lækkuðu mest og má nefna að um tíma í dag lækkuðu hlutabréf franska bankans Societe Generale um rúm 20%. Við lokun nam lækkunin tæpum 15%. 

Er fallið í dag meðal annars rakið til orðróms um að lánshæfiseinkunn Frakklands yrði lækkuð og virtist engu skipta að bæði franska ríkið og lánshæfismatsfyrirtækin sögðu orðróminn rangan. 

Helstu matsfyrirtækin þrjú, Moody's, Standard & Poor's og Fitch, tilkynntu öll í dag að engin breyting yrði gerð á lánshæfiseinkunn franska ríkisins, hún væri enn AAA.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK