Sarkozy heldur neyðarfund

Forseti Frakklands,Nicolas Sarkozy og forsætisráðherrann Francois Fillon
Forseti Frakklands,Nicolas Sarkozy og forsætisráðherrann Francois Fillon Reuters

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, tók hlé á sumarleyfi sínu á frönsku Ríveríunni í dag og boðaði neyðarfund um efnahagsmál vegna ástandsins í Evrópu.

Forsætisráðherra Frakklands kom einnig heim úr sumarleyfi á Ítalíu til þess að mæta á fundinn sem hófst klukkan átta í morgun. Umræðuefni fundarins er staða efnahags- og fjármála. Auk þeirra mun fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Frakklands sitja fundinn.

Ástandið hefur hins vegar batnað eftir að Seðlabanki Evrópu tók að kaupa spænsk og ítölsk ríkisskuldabréf fyrr í vikunni en fjárfestar eru samt sem áður órólegir, ekki síst vegna ástandsins í Bandaríkjunum. 


Carla Bruni-Sarkozy og Nicolas Sarkozy hafa verið í sumarleyfi að …
Carla Bruni-Sarkozy og Nicolas Sarkozy hafa verið í sumarleyfi að undanförnu Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK