Sarkozy heldur neyðarfund

Forseti Frakklands,Nicolas Sarkozy og forsætisráðherrann Francois Fillon
Forseti Frakklands,Nicolas Sarkozy og forsætisráðherrann Francois Fillon Reuters

For­seti Frakk­lands, Nicolas Sar­kozy, tók hlé á sum­ar­leyfi sínu á frönsku Ríverí­unni í dag og boðaði neyðar­fund um efna­hags­mál vegna ástands­ins í Evr­ópu.

For­sæt­is­ráðherra Frakk­lands kom einnig heim úr sum­ar­leyfi á Ítal­íu til þess að mæta á fund­inn sem hófst klukk­an átta í morg­un. Umræðuefni fund­ar­ins er staða efna­hags- og fjár­mála. Auk þeirra mun fjár­málaráðherra og seðlabanka­stjóri Frakk­lands sitja fund­inn.

Ástandið hef­ur hins veg­ar batnað eft­ir að Seðlabanki Evr­ópu tók að kaupa spænsk og ít­ölsk rík­is­skulda­bréf fyrr í vik­unni en fjár­fest­ar eru samt sem áður óró­leg­ir, ekki síst vegna ástands­ins í Banda­ríkj­un­um. 


Carla Bruni-Sarkozy og Nicolas Sarkozy hafa verið í sumarleyfi að …
Carla Bruni-Sar­kozy og Nicolas Sar­kozy hafa verið í sum­ar­leyfi að und­an­förnu Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK