SocGen lækkar um rúm 20%

BRENDAN MCDERMID

Svo virðist sem léttir fjárfesta vegna tilkynningar bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna sé að baki því allir hlutabréfamarkaðir virðast vera í frjálsu falli. Meðal annars hafa hlutabréf franska bankans Sociéte Generale lækkað um rúm 20%.

Í New York hefur Dow Jones-vísitalan fallið um 3,6%, S&P 500-vísitalan hefur lækkað um 3,5% og Nasdaq um 3,4%.

Ástæðan fyrir falli hlutabréfa SocGen er rakin til orðróms um að lánshæfiseinkunn Frakklands verði lækkuð. Þessu neita frönsk stjórnvöld en bæði forseti landsins og forsætisráðherra komu heim úr sumarfríi í morgun til þess að sitja neyðarfund með fjármálaráðherra og seðlabankastjóra vegna efnahagsástandsins.

Í kauphöllinni í Mílanó nemur lækkun FTSE Mib 4,07% og í Madríd hefur IBEX 35-vísistalan lækkað um 3,44%.

Í París hefur CAC-vísitalan lækkað um 3,66% en í Frankfurt nemur lækkun DAX 2,74%. Ástandið er öllu skárra í Lundúnum en þar nemur lækkun FTSE -vísitölunnar 1,64%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK