Greiningardeild Arion banka spáir því óbreyttum stýrivöxtum á næsta vaxtákvörðunarfundi þann 17. ágúst nk.
Í ljósi þeirrar stöðu sem hagkerfið er í um þessar mundir er það mat greiningardeildar að vaxtahækkun sé ekki til þess fallin að slá á auknar verðbólguvæntingar, ef eitthvað er gætu verðbólguhorfur versnað - þar sem fjármagnskostnaður hins opinbera og fyrirtækja hækkar.
„Slík hækkun myndi hafa neikvæð áhrif á efnahagsuppbyggingu í landinu og þann brothætta bata sem framundan er. Þá yrði vaxtahækkun algjörlega á skjön við það sem er að gerast úti í heimi en biðstaða virðist vera á frekari vaxtahækkunum í Evrópu eftir hrun fjármálamarkaða síðustu daga.
Þrátt fyrir að áhrifa hrunsins sé ekki farið að gæta hér heima þá er óvissan enn mikil og telur greiningardeild að Seðlabanki Íslands muni fylgja öðrum seðlabönkum úti í heimi og kjósi þannig að rugga ekki bátnum á meðan óvissa ríkir á alþjóðamörkuðum," segir í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.