Töluverð hækkun í Evrópu

Reuters

Allar helstu hlutabréfavísitölur Evrópu fylgdu í fótspor Asíu og Bandaríkjanna og hækkuðu hressilega þegar viðskipti hófust klukkan 7 í morgun.

Í Frankfurt hækkaði DAX-vísitalan um 2,09% en hækkunin þar líkt og annars staðar er rakin til þess að bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ætlar að halda stýrivöxtum óbreyttum næstu tvö árin.

Í Sviss hækkuðu hlutabréf um 2,09%, í Madríd nemur hækkunin 2,11%, Í París 1,85% og í Lundúnum hefur FTSE-vísitalan hækkað um 1,7% á fyrstu mínútunum frá því viðskiptin hófust í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK