Banna skortsölu í fjórum löndum

Reuters

 Evrópskir eftirlitsaðilar tilkynntu í kvöld að ákveðið hefði verið að banna skortsölu í fjórum löndum, þ.e. Frakklandi, Belgíu, Ítalíu og á Spáni. Skortsala hefur þegar verið bönnuð í Grikklandi og Tyrklandi.

Þessi ákvörðun er talin geta haft áhrif á þróun markaða þegar opnað verður fyrir viðskipti í fyrramálið. Skortsala er þegar eign er fengin að láni og hún síðan seld í því augnamiði að kaupa hana aftur á lægra verði.

Hlutabréf í Bandaríkjunum hafa hækkað í dag eftir mikið verðfall í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,9% í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK