Léttir á mörkuðum

Það var léttara yfir verðbréfamiðlurum síðdegis í dag heldur en …
Það var léttara yfir verðbréfamiðlurum síðdegis í dag heldur en í gær. Reuters

Bandarískir hlutabréfamarkaðir hækkuðu talsvert í kvöld eftir miklar sviptingar undanfarna daga. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 3,9% eða 417 stig en vísitalan lækkaði um 520 stig í gær. S&P 500-vísitalan hækkaði um 4,57% og Nasdaq hækkaði um 4,69%.

Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu einnig í Evrópu í dag. Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 um 3,11% og í Frankfurt hækkaði DAX-vísitalan um 3,28%. Í París nam hækkun CAC 40-vísitölunnar 2,89%.

Meðal þess sem talið er að hafi haft áhrif til hækkunar í dag er ákvörðun Frakklandsforseta, Nicolas Sarkozy, að biðja kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, að hitta sig á neyðarfundi vegna stöðu mála á evrusvæðinu.

Merkel mun koma til Parísar á þriðjudag og ræða við Sarkozy um hvernig hægt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu varðandi málefni evrunnar og koma í veg fyrir frekari óstöðugleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK