Fyrr en gjaldeyrishöftum er aflétt er ekki hægt að vita hver raunveruleg staða krónunnar er og þar með ekki hægt að ganga í að laga það sem laga þarf í íslensku efnahagslífi.
Þetta er skoðun þeirra Árna Haukssonar og Hallbjarnar Karlssonar, sem fara fyrir nýjum eigendahópi í Högum, en rætt er við þá í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.
„Þessi höft brengla allt. Menn halda að verðbólgan sé 4-5%, hún er í raun miklu meiri,“ segir Árni. Hallbjörn segir að alltaf verði vont að afnema höftin, en það verði engu að síður að gera sem fyrst.