Fjárfestar forðast evrusvæðið

Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans í Frankfurt.

Fjárfestar sem stunda langtímafjárfestingar eru farnir að flytja fjármuni sína frá bönkum á evrusvæðinu og úr ríkisskuldabréfum evruríkja. Ástæðan eru áhyggjur af því að evrópska myntbandalagið búi hvorki yfir nauðsynlegri pólitískri samhæfingu né efnahagslegum styrk til þess að koma í veg fyrir að efnahagskreppa í líkingu við þá sem varð árið 2008 endurtaki sig. Fréttaveitan Reuters greindi frá þessu í gær.

Þrátt fyrir að ein efnahagsstjórn sé ekki enn raunin á evrusvæðinu eru fjárfestar farnir að líta svo á að evruríkin séu efnahagslega ábyrg fyrir skuldum hvers annars í ljósi þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til af hálfu Evrópusambandsins vegna evruríkja sem glímt hafa við alvarlegan og vaxandi efnahagsvanda.

Fjárfestar hafa í staðinn leitað í auknum mæli til ríkja sem búa við meira frelsi til þess að vinna sig út úr efnahagskreppunni eins og Sviss, Bretlands, Bandaríkjanna og Skandinavíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka