Lækkun þrátt fyrir bann

Gamla kauphöllin í París
Gamla kauphöllin í París Reuters

Flestar hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu þegar viðskipti hófust í morgun en búið er að banna skortsölu á hlutabréfum í bönkum og fjármálastofnunum í fjórum ríkjum Evrópu. Um er að ræða Frakkland, Ítalíu, Spán og Belgíu.

Skortsala er leið fyrir fjárfesta til að veðja á að tiltekin hlutabréf lækki. Fræðimenn hafa varað við slíku banni og vitnar Financial Times í Abraham Lioui, prófessor við Edhec-viðskiptaháskólann í Frakklandi. „[skortsölubann] er það versta sem hægt væri að gera nú. Það myndi senda þau skilaboð inn á markaðinn að eitthvað mjög slæmt gæti verið að gerast,“ að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fyrstu fimmtán mínúturnar eftir að viðskipti hófust klukkan sjö lækkuðu hlutabréfavísitölur víða um álfuna talsvert en síðan hefur heldur batnað ástandið þó svo að enn sé um lækkun að ræða á helstu mörkuðum.

Í Lundúnum hefur FTSE-vísitalan lækkað um 0,2%, DAX hefur lækkað um 0,68% í Frankfurt og í París hefur CAC-vísitalan lækkað um 1,33%. Í Madríd hefur IBEX-vísitalan lækkað um 1,58% og í Mílanó hefur FTSE Mib-vísitalan lækkað um 1,10%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK