Öndverðar skoðanir um skortsölubann

Hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu í kjölfar skortsölubannsins.
Hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu í kjölfar skortsölubannsins. PETER ANDREWS

Þjóðverj­ar hafa kallað eft­ir banni gegn skort­sölu um alla Evr­ópu líkt og fjög­ur Evr­ópu­lönd, Frakk­land, Ítal­ía, Spánn og Belg­ía, hafa þegar gert í tvær vik­ur til að róa markaði. Bret­ar hafa hins veg­ar lýst yfir að þeir hafi eng­in áform um setja slíkt bann á.

Seg­ir talsmaður þýska fjár­málaráðuneyt­is­ins að þýska rík­is­stjórn­in hafi fylgst með vanda­mál­inu með skort­sölu um nokk­urn tíma og hafi því bannað aug­ljósa skort­sölu frá því á síðasta ári. Þá leggi Þjóðverj­ar til að slíkt bann verði sett á í allri Evr­ópu.

„Það er eina leiðin til þess að stöðva skaðlega spá­kaup­mennsku. Við styðjum þær leiðir sem Frakk­ar, Ítal­ir, Spán­verj­ar og Belg­ar hafa til­kynnt,“ seg­ir í til­kynn­ingu tals­manns­ins.

Gripið var til svipaðra aðgerða þegar fjár­málakrepp­an var í há­marki eft­ir fall Lehm­an-bræðra árið 2008. Skort­sala er leið fyr­ir fjár­festa til að veðja á að til­tek­in hluta­bréf lækki.

Hins veg­ar til­kynntu bresk yf­ir­völd í dag að þau hefðu eng­in áform um að banna skort­sölu. Fjár­mála­kerfið væri nógu gegn­sætt eins og væri og fylgst væri vel með slík­um viðskipt­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK