Ekki víst með aðra sparisjóði

Sparisjóður Svarfdæla.
Sparisjóður Svarfdæla. mbl.is/Kristján

Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort aðrir sparisjóðir í eigu ríkisins verði settir í opið söluferli.

Í gær var tilkynnt að Bankasýsla ríkisins hefði ákveðið að setja 90% hlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla í slíka sölu. Aðspurður hvort slík sala á hinum sjóðunum væri ekki í samræmi við stefnu ríkisins um sölu á fjármálafyrirtækjum sagðist hann ekki telja að svo væri.

Seðlabankinn tók sparisjóðinn yfir í desember sl. með því að gefa eftir 343 milljóna króna skuld og breyta 382 milljóna króna kröfu í stofnfé. Seðlabankinn framseldi svo stofnféð til fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, en Bankasýsla ríkisins fer með eignarhaldið.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag vill Þorsteinn ekkert spá um hvort líklegt sé að ríkið endurheimti með sölunni þessar 725 milljónir króna sem það hefur lagt til sjóðsins.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK