Hagfræðiprófessorar á leið í bankaráð

Seðlabanki Bandaríkjanna.
Seðlabanki Bandaríkjanna. AP

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama íhugar að tilnefna tvo hagfræðinga, með bakgrunn í fjármálum, í bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna, samkvæmt heimildum Washington Post.

Eru það Jeremy Stein, prófessor í hagfræði við Harvard háskóla og Richard Clarida, prófessor í hagfræði við Columbia háskólann og ráðgjafi verðbréfafyrirtækisins Pimco, sem helst koma til greina. Tvö sæti eru laus í sjö manna bankaráði Seðlabanka Bandaríkjanna.

Annar þeirra er demókrati og hinn repúblikani. Samkvæmt frétt Washington Post eru þeir báðir mjög virtir hagfræðiprófessorar með sérþekkingu á peningastefnukenningum og á fjármálamörkuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK